Skattskráin á að liggja frammi á vefnum árið um kring eins og í Noregi. Ekki bara á pappír í tíu daga yfir hásumarið. Í skattskránni eru engin einkamál. Hún er eðlilegur þáttur í opnu samfélagi, gegnsæju lýðræði. Hún upplýsir, hvort krimmar eru að hafa fé af samfélaginu, neita að taka þátt í sameiginlegum rekstri. Kommúnistaflokkar á borð við Heimdall eru á móti þessu gegnsæi, eins og harðstjórnarflokkar eru um allan heim. Slíkir flokkar vilja hafa lokað samfélag, þar sem enginn veit meira en hann þarf nauðsynlega að vita, að mati forstjóra og landsfeðra. Því opnari skattskrá, því meira lýðræði.