Geir Jón skemmtir fólki

Punktar

Ég hef enga trú á, að Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn trúi á tunglsýki. Hann er gamansamur, stríddi blaðamönnum með að tengja ólæti á menningarnótt við fullt tungl. Samkvæmt þjóðtrú breytist sumt fólk í varúlfa við slíkar aðstæður. Raunar eru slík hindurvitni alls ekki í samræmi við kristna trú. En brandari Geirs Jóns hefur æst upp vantrúarmenn og trúleysingja í bloggi. Þeir kvarta yfir algeru kjaftæði hans. Ástæðulaust er að taka ummælin svo alvarlega. Yfirlögregluþjónninn var bara að nota almennan húmor til að gera tilveruna bjartari en ella. Hann var ekki að veita trúarlega forskrift.