Aðeins tveir stríðsglæpamenn

Punktar

Valur Ingimundarson sagnfræðingur staðfestir, að tveir menn bera ábyrgð á aðild Íslands að stríði Bandaríkjanna gegn Írak. Það eru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir samþykktu stuðning Íslands án þess að hafa samráð um það við ríkisstjórn og utanríkismálanefnd Alþingis. Þeir gerðu það degi fyrr en áður hafði verið fullyrt. Íslenzku stríðsglæpamennirnir eru því aðeins tveir. Restin af ríkisstjórninni var bara sek um yfirhylmingu. Raunar er Davíð verri stríðsglæpamaður en Halldór, því að hann samþykkti stuðninginn fyrst. Og kúgaði síðan Halldór til að vera samsekan í glæpnum.