Atlantshafsbandalagið gat ekki komið Georgíu til hjálpar. Fögur orð vestræn voru ekki fyrirheit. Faðmlög George W. Bush við Mikail Sakasvili jafngiltu ekki loforði um aðstoð í hernaði. Bandalagið getur aðeins varið aðildarríki gegn Rússlandi og Georgía er ekki aðili. Þar að auki hefur Nató teygt sig út fyrir verksvið sitt með hernaði í Afganistan. Það hefur magnað andstöðu í Evrópu við frekari aðgerðir bandalagsins. Gert því óhægt um vik í leit að ævintýrum. Bush þarf líka aðstoð Vladimir Putin við að stöðva atómvæðingu Írans. Bandalagið neyddist því til að leyfa Rússum að brenna Georgíu.