Þeir nota ekki myndsímafundi

Punktar

Embættismenn og pólitíkusar ríkis og borgar fylgjast ekki með tækni. Gísli Marteinn Baldursson hyggst fljúga tvisvar í mánuði til landsins til að sitja borgarstjórnarfund. Hefur hann ekki heyrt um myndsímafundi? Flestir ráðherrar eru eins og útspýtt hundskinn á randi um heiminn. Hafa þeir ekki heyrt um myndsímafundi? Er ég ferðast til útlanda, eru heilar sætaraðir í flugvélinni af embættismönnum á leið til fastra funda. Hafa þeir ekki heyrt um myndsímafundi? Sú tækni er háþróuð erlendis, svo sem sést í fréttatímum erlendra sjónvarpsstöðva. Hún sparar peninga og einkum sparar hún tíma.