Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna telur meiðyrðalög Bretlands úr lagi gengin. Lögfræðingar erlendra ríkisbubba höfða meiðyrðamál í Bretlandi, því að þau vinnast á færibandi. Í kjölfarið hefur New York ríki sett lög um, að ekki verði fylgt eftir erlendum meiðyrðadómum. Við munum málaferli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi H. Gissurarsyni. Glæpagreifi frá Sádi-Arabíu, Kalid bin Mafús, höfðaði mál í Bretlandi gegn Rachel Ehrenfeld. Hún kom í bókinni “Funding Evil” upp um glæpi hans. Bókin kom út í Bandaríkjunum, en greifinn kærði í London. Hann hafði 60.000 pund og heilt lögbann upp úr krafsinu.