Keðjuverkunin frá Georgíu

Punktar

Pólverjar áttu ekki annan kost en að semja við Bandaríkin um varnarskjöld. Árás Rússlands á Georgíu ógnar heimsfriðnum og skekur Evrópu. Fyrir innrás voru Pólverjar með efasemdir um varnarskjöldinn. Eftir innrásina dettur engum þar í landi í hug, að hann sé óþarfur. Þannig er keðjuverkunin í heimsmálunum. Vladimir Pútín þóttist sýna mátt sinn og megin í Georgíu. En uppskar flótta Austur-Evrópu í faðm Bandaríkjanna. Þótt rússneski herinn skilji eftir sig sviðna jörð í Georgíu, hefur herferðin orðið að martröð rússneskra hagsmuna. Fólk sér nú rússneska björninn fyrir sér sem óargadýr.