Á röngum sjónarhóli

Punktar

Mest eru banksterar og hagsterar pokaprestar, þylja möntrur upp úr trúarritum dólgagræðginnar. Sannfæra sjálfa sig um, að þeir séu mikilvægari en ljósmæður. Því er þveröfugt farið. Ljósmæður efla samfélagið en banksterar og hagsterar brjóta það niður. Hugsið ykkur tjón okkar af bankahruni, greiningardeildum og öðru trúarofstæki. Hættum að hlusta á dólgana. Hagtölur eru að mestu rugl, til dæmis hagvöxtur og framleiðni. Byggjast á rammskökkum sjónarhóli á lífið og tilveruna. Hagsterar segja okkur, að hér sé allt á uppleið. Ég segi ykkur hins vegar, að stéttaskiptingin sé að magnast og límið í samfélaginu hafi rofnað.