Að byrgja brunninn

Punktar

Hafandi lesið meira en ég kæri mig um af múslima-vanda norðurlanda hef ég tvær tillögur um móttöku flóttafólks:
1. Fyrir komu og við komu sé fólki gerð nákvæm grein fyrir gjánni milli veraldlegrar og múslimskrar lífssýnar. Að sharia-lög gildi ekki hér á landi. Hér sé ekki feðraveldi og konur og börn standi körlum jafnt. Að hér megi allir hæðast að hvers kyns almætti og spámönnum þess. Aðeins með slíkum upplýsingum sé fólki heimiluð landvist.
2. Lokað verði moskum, sem predika hegðun í andstöðu við stjórnarskrána og mannréttindayfirlýsinguna. Klerkum þeirra sé tafarlaust vísað af landi brott. Þetta er upp á framtíðina, veit ekki um slíkar moskur eða klerka núna.