Píratar segjast réttilega hvorki vera vinstri né hægri flokkur. Lausnir hans eru hugsaðar á annan hátt, í öðrum víddum og vinnubrögðum. Í aðstæðum dagsins yrði samstarf við Framsókn og Sjálfstæði samt erfitt. Vegna málanna, sem helzt berja að dyrum, stjórnarskrár, Evrópukosninga og heilsukerfis. Þar er stefna pírata frábrugðin verkum Framsóknar og Sjálfstæðis. Mun auðveldara verður við núverandi aðstæður að ná samkomulagi við Samfylkinguna og Vinstri græn um ríkisstjórn, hvað sem síðar verður. Ég gef mér því, að næsta ríkisstjórn verði samstarf frá miðju til vinstri og að hún vindi ofan af öfgum bófaflokkanna.