Síðan þjóðrembingar komust til valda í Tyrklandi með flokki Erdoğan forseta, hefur ríkið fjarlægzt Evrópu. Fylgifiskur þjóðrembings Tyrkja er afneitunin á þjóðarmorðinu á Armenum fyrir einni öld. Tyrkir eru jafnvel farnir að tala um sig sem fórnardýr vestrænna rógsbera. Afneitunin er Tyrklandi til vansæmdar og gerir ríkinu ókleift að taka sæti meðal vestrænna þjóða. Vægi nútíma í Istanbul hefur hnigið, en risið trúartengt afturhald frá sveitum Litlu-Asíu. Erdoğan forseti hnýtti saman þessa fortíðarhyggju og gróðafíkn innvígðra braskara. Tyrkland siglir frá hefðum lýðræðis til gerræðis að hætti ríkja spámannsins.