Bremsum ferðaþjónustu

Punktar

Enn vex hraðinn á fjölgun ferðamanna. Enginn samdráttur er fyrirsjáanlegur í náinni framtíð. Við þurfum að fara að bremsa þetta. Ekki er ráðlegt, að einn atvinnuvegur sé helmingur alls atvinnulífsins. Of áhættusamt í kreppum, sem munu verða dauðateygjur kapítalismans. Við þurfum að setja fullan vask á alla ferðaþjónustu og taka upp auðlindarentu í formi gistináttagjalds. Þannig getum við reynt að tempra skrímslið. Við þurfum jafnframt að finna fleiri tegundir atvinnu, til dæmis í tölvutækni. Hönnun vélmenna er dæmi um arðvænlega framtíð.