Brenglað og hentugt

Punktar

Margoft hef ég sagt, að lýðræði er brenglað þjóðskipulag. Engin uppgötvun mín frá síðustu kosningum. Fjórði hver Íslendingur er flón, sem tekur engum sönsum og veldur vandræðum í kosningum. Eins og dæmið sýnir núna. Hins vegar hef ég líka margsagt, að lýðræði er hentugt þjóðskipulag. Hindrar flónin í að kenna pólitíkusum eða útlendingum um vandræði sín. Lýðræði er aðferð til að koma ábyrgð á rugli yfir á herðar þjóðarinnar. Þannig er hægt að skipta um landsfeður á fjögurra ára fresti á tiltölulega friðsaman hátt. Eftir kosningar hjaðnar svo þvaðrið, til dæmis um forsendubrest og hrægammasjóði.