Brexit – frétt aldarinnar

Punktar

Sigur Brexit í Bretlandi, 52%-48%, veldur hamförum um allan heim. Brezka pundið hríðféll og hlutabréfavísitölur féllu í Asíu og Ástralíu. Markaðir höfðu ekki verið opnaðir í Ameríku og Evrópu, þegar þetta er skrifað. Skotar kunna að vilja sitja eftir í Evrópusambandinu og Danir kunna að vilja losna úr því. Ringulreið verður þó mest í Englandi. Enginn getur spáð framhaldinu þar. Bretar högnuðust eins og aðrir á sambandinu og pundið gæti fallið áfram. Cameron neyðist til að segja af sér, þótt hann segist núna ætla að halda áfram. Í Evrópu magnast krafan um siðbót í Evrópusambandinu, sem geti dregið úr miðstýringu frá Bruxelles.