Vangreiðslur launa eru aftur að aukast eins og þær gerðu fyrir hrun. Einkum eru þær hjá erlendu starfsfólki á vegum starfsmannaleiga. Einnig hjá ungu fólki, sem þekkir ekki réttindi láglaunafólks. Brotin eru algengust í byggingaiðnaði og ferðaþjónustu. Vandinn hefur þannig þegar verið kortlagður. Vinnumálastofnun og Alþýðusambandið eiga í samvinnu að geta stöðvað innflutning þessa vandamáls. Unnt hlýtur að vera að leggja steina í götu slíkra glæpafyrirtækja. Nógu lágur er launabotninn hér, þótt ekki sé verið að skera göt á hann. Einnig þarf að stemma stigu við ráðningu starfsfólks sem verktaka. En viljann virðist vanta.