Burt með Bjarna úr pólitík

Punktar

Sem fjármálaráðherra hefur Bjarni Ben saumað grimmt að velferðinni, einkum í heilbrigðismálum. Engin mál hans núna eru óumdeild og því þarf ekki að fresta kosningum til að gefa honum séns. Stjórnarflokkarnir eru líka að mestu andvígir málum hvers annars. Hættulegast er, að þeir munu ná saman um að búa til gróða vildarvina á einkavæðingu banka og minnkun hafta. Pilsfaldakapítalismi er alfa og ómega beggja. Mikilvægast er, að 61% fólks vantreystir Bjarna. Vantraustið jókst við lygar og leynd í Tortola-málum. Framlenging á pólitísku dauðastríði hans stríðir gegn óbeit fólksins. Bjarni á að víkja eins og aðrir tortólingar.