Borgaralaun verða að miðast við, að ríkið greiði jafnframt kostnað við hágæða heilsuþjónustu og skólagöngu að norðurevrópskum hætti. Þurfa samt að vera svo há, að þau framfæri þá, sem ekki geta unnið, námsfólk, öryrkja, sjúklinga og aldraða. Á móti kemur afnám bóta og skattur af borgaralaunum og yfirfærslum milli mynta. Dæmið gengur varla upp, meðan hluti þjóðartekna rennur framhjá skiptum. Stöðva þarf hækkun í hafi í sjávarútvegi og stóriðju og koma á fullri auðlindarentu í þessum greinum. Rentan ákveðist í útboðum. Restin fæst með því að lækka vinnulaun og lífeyri úr sjóðum að hluta upp í borgaralaun. Til dæmis um eina krónu á móti hverjum tveim.