Dólgafrjálshyggja vill minnka ríkisvaldið. Láta það snúast um lög, réttarfar og varnir, ekki um velferð, menningu og heilsu. Eftirláta einkaframtakinu slíka pósta. „Töff og æðislegur“ „markaður“ geri hlutina ódýrari á sjálfvirkan hátt. Það er ritningargrein úr helgiritum trúarbragða Mammons. Veruleikinn er annar. Velferð er lakari í Bandaríkjunum en í Evrópu og heilsa er í senn dýrari og lakari. Allur pakki dólgafrjálshyggju hefur verið prófaður síðustu áratugi víða um vesturlönd. Niðurstaðan er, að „félagslegur markaðsbúskapur“ Þýzkalands og „norræna módelið“ hafa gefizt betur en bandarísk og íslenzk dólgafrjálshyggja.