Draumar kjósenda

Punktar

Flestir kjósendur telja endurreisn heilsumála vera mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar eftir árásir einkasinna. Næstflestir kjósendur telja mikilvægast að skila öldruðum og öryrkum peningunum, sem einkasinnar ríkisstjórnar hafa rænt af þeim. Þriðji í óskaröðinni eru svo húsnæðismál unga fólksins, sem hafa setið á hakanum í tíð ríkisstjórnarinnar. Þá fyrst kemur röðin að stjórnarskrá fólksins, sem ríkisstjórnin hefur geymt niðri í skúffu allt þetta kjörtímabil. Peningamálin eru nær hjarta almennings en góðar hugmyndir. Enda þarf ekki annað til en auðlindarentuna frá þeim, sem hafa fengið forgang að auðlindum okkar.