Þekki ekkert fríblað, sem hefur eins mikil áhrif og Fréttablaðið. Er hvorki fréttadrifið né auglýsingadrifið, heldur dreifingardrifið. Með tækni þéttari dreifingar en ég sé erlendis. Útflutningur tækninnar mistókst, því ekki var hægt að ná þar þéttri dreifingu. Henni fylgja yfirburðir í öflun auglýsinga á markaðssvæði eins og Fréttablaðið sýnir. Í hagsveiflum er auðvelt að haga síðufjölda eftir auglýsingamagni. Efni er afgangsstærð til að brúa bil milli auglýsinga. Víðast erlendis er lítill metnaður í efni. Því ber Fréttablaðið af öðrum. Lítt er vitnað í erlend fríblöð, en hér er vitnað í Fréttablaðið.