Ekki gleyma, að það voru róttækir múslimar á Vesturlöndum, sem ofsóttu brezka rithöfundinn Salman Rushdie og myrtu hollenska kvikmyndamanninn Theo van Gogh. Ekki gleyma, að ástæðan fyrir teikningum af Múhameð spámanni í Jyllandsposten voru mótmæli gegn því, að enginn hafði þorað að myndskreyta barnabók um Múhameð spámann af ótta við tilræðismenn. Þannig er islam að eitra vestrænt samfélag innan frá. Þegar hefur verið gengið allt of langt í Vestur-Evrópu við að þjónusta múslimsk áhugamál, sem stinga í stúf við vestrænar hefðir.