Bjarni Benediktsson segir um lögbrot Sigríðar Andersen dómsráðherra við ráðningu dómara í Landsrétt. „Síðan er málið hér eitthvað til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er að hefja einhverja athugun á því hvort það er eitthvað frekar til að læra af málinu, ef ég hef skilið það rétt.“ Varla er hægt að orða fyrirlitninguna ljósar. Bjarni þykist vera búinn að gleyma þessu einhverja máli, sem hafi orðið til smá trafala um daginn. Sjálfstæðisflokkurinn sér um sína bófa. Álitsgjafarnir kvarta auðvitað og beina orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttir. Hún er raunar forsætisráðherra. Má búast við fleiri raunum af samneyti sínu við bófa.