Ekki festa krónuna

Punktar

Grátkarlar ferðaþjónustu og sjávarútvegs eru á fullu. Heimta fast gengi á krónu, svo hótelgreifar og kvótagreifar eigi áfram fyrir salti í grautinn. Samt fjölgar ferðamönnum svo, að hraðinn er kominn í sem svarar til 60% aukningar á næsta ári. Og allar hirzlur kvótagreifa fyllast í skattaskjólum á aflandseyjum. Þeir heimta að pólitíkusar fari að fikta í genginu til að hindra aðgengi almennings að gróða fyrirtækja, sem fiska í þjóðarauðlindum. Betra er láta krónuna í friði meðan hún er enn notuð. Pólitískt fikt lukkast aldrei. Bezt væri þó að leyfa notkun á evru. Hún komin er upp fyrir svissneskan franka í verði. Og lán í evrum orðin vaxtafrí.