Ríkið þarf að borga tíu milljarða á ári til að bændur hafi tekjur upp á fimm milljarða. Landbúnaðurinn er svo óhagkvæmur, að hann vinnur ekki einu sinni fyrir aðföngum, hvað þá launum bænda. Væri hér ekki landbúnaður, mundi ofsa gjaldeyrir sparast í vélum og tækjum, eldsneyti og fóðri. Sparnaðurinn yrði meiri en kostnaður af innflutningi búvöru. Þess vegna er landbúnaðurinn ekki atvinnuvegur, heldur brennsla verðmæta og brennsla gjaldeyris. Landbúnaður er bara útgerð á pyngju skattborgara. Svo víðáttuvitlaust hefur kerfið verið áratugum saman. Þórólfur Matthíasson birtir tölurnar í Fréttablaðinu í dag.