Engin allsherjarlausn

Punktar

Brexit er dæmi um, að beint lýðræði jafngildir ekki góðri útkomu. Fulltrúaræði jafngildir ekki heldur góðri útkomu. Við þekkjum betur hér á landi dæmin um síðari kostinn. Spilling þings, lygar ráðherra og heimska þingmanna er daglegur vandi hér á landi. Þess vegna heimta menn beint lýðræði. En það færir okkur ný vandamál í stað þeirra, sem það losar okkur við. Lýðræði er bara aðferð til að fá fólkið að borði valdsins, ekki til að leysa allan vanda. En valdamenn þurfa að standa við beina lýðræðið, þegar þeir hafa boðið upp á þjóðaratkvæði um stór mál, svo sem Brexit eða nýja stjórnarskrá. Var ekki gert hér á landi. Þess vegna þurfum við beinna lýðræði. Án þess að vænta þess, að það leysi allan vanda.