Engin minnihlutastjórn

Punktar

Hef enga trú á, að stjórnarandstaðan muni styðja minnihlutastjórn Framsóknar, ef hún stekkur úr helförinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru rúnir fylgi og geta ekki farið neðar. Fyrir alla andstæðinga hennar er betra, að kosið verði fyrr en síðar. Óðs manns æði væri að gefa Framsókn tíma til að slá sér upp með nýjum sjónhverfingum. Þau verða næst um húsnæði unga fólksins, um fimm milljón króna gáma í þúsundatali. Betra er, að kosið verði fljótlega eftir stjórnarslitin. Svo Framsókn geti ekki galdrað sig frá helstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það er raunar furðulegt, að hálf þjóðin sé ekki komin á Austurvöll að berja potta.