Erfiðar skýringar

Punktar

Kosningar í vor verða sumum flokkum erfiðar. Í nóvember halaði Sjálfstæðis inn nærri 30% kjósenda þrátt fyrir Viðreisn. Nærri þriðjungur þjóðarinnar hélt tryggð við aflendinga í skattaskjóli. Það er fólkið, sem telur stuðning við kvótagreifa umfram almannaheill vera í lagi. Sættir sig við skattasniðgöngu fjárglæfrafólks og eftirlitsleysi fjármála. Þessi tæpi þriðjungur þjóðarinnar er alvarlega þjáður af pólitískum sjúkdómi siðblindunnar. Framsókn á eftir að ljúka uppgjöri við Sigmund Davíð. Viðreisn á eftir að skýra hopp frá Blairisma yfir í Thatcherisma. Vinstri græn eiga eftir að skýra sterka leyniþræði sína til auðgreifa kvótans.