Syndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru þessar:
1. Kreisti út eftirsóttan gjaldeyri, sem venjulegir Íslendingar geta ekki.
2. Faldi peninga sína í skattaskjóli á aflandseyju.
3. Hélt þessu leyndu fyrir kjósendum.
4. Meðan menn birta ekki skattagögn, er skattahagræði af skattaskjóli líklegt.
5. Átti þátt í ákvörðunum
A. um stöðugleikaframlag og
B. um refsileysi skattahagræðis.
Sérhver þessara fimm synda er nægt tilefni brottfarar úr pólitík.
Syndir Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal eru flestar hinar sömu.
Þeim ber að láta sig hverfa að fullu úr pólitík.
Áður hafa Júlíus Vífill Ingvarsson og Vilhjálmur Þorsteinsson sagt af sér.
Nú hefur Sigmundur sagt af sér. Hvenær kemur röðin að Bjarna og Ólöfu?