Fínar rannsóknir

Fjölmiðlun

Ný og fín dæmi eru um íslenzka rannsóknablaðamennsku, sem ekki leiðir til rifrildis um aðferðir. Fyrir utan boranir í Ölfushreppi og kvennalandsliðið í fótbolta má nefna skrif Sólveigar Gísladóttur um slys á hestamönnum; Eggerts Þórs Aðalsteinssonar um 90% vanskil ársreikninga fyrirtækja; skrif Klemensar Ólafs Þrastarsonar um fjarskipti Nató í utanríkisráðuneytinu; og skrif Óla Kristjáns Ármannssonar um afskipti Ríkisendurskoðunar af Íbúðalánasjóði. Þessi skrif voru áhrifamikil. Þau breyttu þjóðfélaginu, af því að engu ryki var hægt að þyrla upp í kjölfar skrifanna.