Fórnardýr valdshyggju

Punktar

Lilja Alfreðsdóttir varð snemma fórnardýr valdshyggju. Telur sig vera eins konar einræðisherra utanríkismála. Geti gert varnarsamning við erlent ríki án þess að málið sé rætt hjá þingi og þjóð. Svoleiðis var gert í gamla daga, en nú er komið árið 2016 og nýtt Ísland, sem vafalítið mun fella þennan samning úr gildi. Nú er litið öðrum augum á Nató og Bandaríkin en á síðustu öld. Þá átti Nató að verja friðinn í Evrópu, en er nú komið út um víðan völl. Bandaríkin hafa flækt Nató í alls konar furðuverk í öðrum álfum. Valdið miklu manntjóni og eyðingu innviða í Afganistan og Írak. Lilja er síðborið afkvæmi gamla Íslands, sem er á útleið.