Framsókn er klofin

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann afgerandi sigur í kjördæmi sínu, efstur á listanum á norðausturlandi. Helzti andstæðingur hans í kjördæminu, Höskuldur Þórhallsson, verður ekki á listanum. Á sama tíma er mikil andstaða við Sigmund í ýmsum öðrum landshlutum. Þar hafa framsóknarfélög hvatt núverandi forsætis, Sigurð Inga Jóhannsson, til að bjóða sig fram gegn Sigmundi til formennsku í flokknum. Framsókn er klofin í herðar niður þessa stundina. Annars vegar eru aðdáendur Sigmundar. Hins vegar eru þeir, sem telja óhæft, að aflendingur í skattaskjóli sé formaður flokksins. Eða vita, að hann er veruleikafirrtur.