Fréttir af vini ÓRG

Punktar

Margir vilja vingast við Rússland eins og Ólafur Ragnar. Þar er mjög sérstætt stjórnarfar. Gagnrýnendum Pútíns er kálað með fjölbreyttum hætti. Munið þið eftir Litvinenko, Politovskaya, Magnitsky og Nemtsov? Í landinu er þjófræði undir stjórn Pútíns í bland við vænisjúka þjóðrembu. Mannslíf eru einskis virði. Þotur í farþegaflugi skotnar niður, sambanber MH17. Í Beslam umsátrinu drápust 334 gíslar, þar af 186 börn. Slíkt gerist ekki í vestrinu. Leikreglur gilda ekki í Rússlandi Pútíns. Þegar ríki með minni framleiðslu en Ítalía ein þykist vera heimsveldi, verður eitthvað undan að láta, til dæmis mannréttindi.