Frosti neitar staðreyndum

Punktar

Frosti Sigurjónsson er stundum sagður skásti þingmaður Framsóknar. Er þó jafn lyginn og aðrir flokksbræður. Neitar til dæmis, að Framsókn hafi fyrir síðustu kosningar lofað þjóðaratkvæði um, hvort halda skyldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Flokkurinn gerði þetta ítrekað, þegar hann var í minnihluta. Þegar hann komst í stjórn, gleymdist loforðið umsvifalaust. Þótt kannanir hafi ítrekað sýnt, að meirihluti þjóðarinnar vildi þá og nú hætta viðræðum. Framsókn og Frosti treystu bara ekki þjóðinni. Nú er kominn til sögu nýr flokkur pírata. Hann treystir þjóðinni til að úrskurða um deilumál á borð við aðildarviðræður.