Fylgislaus Viðreisn

Punktar

Evrópusinnaði Sjálfstæðisflokkurinn heitir Viðreisn, hugljúfu nafni, sem minnir á betri tíð Ólafs Björnssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Samt mælist flokkurinn ekki með neitt fylgi í skoðanakönnunum. Kannski hefur Benedikt Jóhannesson bannað mælingu Viðreisnar, meðan hann er ekki tilbúinn. En nú er bara hálft annað ár til kosninga, svo væntanlegir fylgismenn eru orðnir óþolinmóðir, séu þeir einhverjir. Gallup segir þá hörðu vera rúm 4%, einkum frá Samfylkingunni, síður frá Sjálfstæðisflokknum. Ekki er það glæsilegt. Allt þetta segir mér, að Evrópuaðild sé ekki innan sjónarsviðs kjósenda. Evrópa er því miður í lægð.