Þegar nokkrir dagar eru liðnir frá 17. júní, er auðveldara að meta hina algeru firringu forsætisráðherra. Gjáin er óbrúanleg milli þessa silfurskeiðungs og alþýðunnar handan Kínamúrs lögreglunnar. Austurvöllur er orðinn táknmynd gjár, sem ekki verður brúuð á kjörtímabili illa innrættra bófa og bjána. Aldrei hafa andverðleikar yfirstéttarinnar verið eins sýnilegir og þennan 17. júní. Í huga Sigmundar Davíðs ríkir frábært ríkidæmi fátæklinga, frábært jafnrétti kvenna, frábær jöfnuður undirstétta. Í huga hans er andverðleikastéttin stærst, bezt og frægust í heimi, fyrirmynd mannkynsins alls. Hvergi snertir hann veruleikann.