Gautlönd

Frá Laxárdalsafleggjara 848 í Mývatnssveit um Gautlönd að Hörgsdal á Fljótsheiði.

Þetta er gamla reiðleiðin.

Gautlönd eru gamalgróið menningarsetur. Jón Sigurðsson á Gautlöndum var lengi alþingismaður og forustumaður í samvinnuhreyfingunni á upphafsárum hennar. Sonur hans, Sigurður Jónsson var einnig þingmaður og forustumaður í samvinnuhreyfingunni.

Byrjum á þjóðvegi 1 í Mývatnssveit við þjóðveg 848 norður Laxárdal. Förum beint suður um Arnarvatn að Gautlöndum í Mývatnssveit. Þaðan beint vestur að eyðibýlinu Hörgsdal á Fljótsheiði.

11,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Mývatnsheiði, Engidalur, Sandvatn, Mývatnsrif, Krákárbotnar.
Nálægar leiðir: Hörgsdalur, Sandfell, Hrísheimar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson