Fundur norsku og íslenzku embættismannanna um undanþágur fyrir norsk skip í hinni nýju landhelgi Íslands stóð aðeins í einn dag. Nefndirnar komust að samkomulagi um nálægt 3000 tonna undanþágu fyrir skip á handfærum og línu. Þetta samkomulag verður nú lagt fyrir ríkisstjórnir landanna til staðfestingar.
Það var ánægjulegt, hve vel gekk saman með Norðmönnum og Íslendingum í þessu máli. Norðmenn eiga allt gott skilið, enda hafa þeir veitt okkur drengilegan stuðning í landhelgismálinu, ekki sízt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins
Okkur er einnig hagur í því, að sem flest ríki undirriti samninga við okkur um 50 mílna landhelgina. Áður hafði verið samið við Belga og Færeyinga, svo að Norðmenn eru
Jónas Kristjánsson
Vísir