Markúsarmálið er ekki eina málið, sem rýrir æru Hæstaréttar. Dómstóllinn á líka þátt í fráleitum úrskurði Kjararáðs, sem setti nýlega samningamál í óreiðu, allt í þágu yfirstéttarinnar. Markús er ekki heldur fyrsti hæstaréttardómarinn, sem ruglast í siðalögmálunum. Þið munið kannski eftir þeim, sem fyllti kjallarann hjá sér af tollfríu forsetaviskíi. Verstur var þó Hæstiréttur, þegar hann refsaði kjósendum fyrir lítilfjörlega handvömm landskjörstjórnar. Fann tæknivillur, sem höfðu engin áhrif á útkomuna. Þannig strikaði hann yfir þjóðaratkvæðið um nýja stjórnarskrá. Baðaði sig í skítnum bara til að þjónusta pólitísku yfirstéttina.