Hangikjöt er hálfgert eitur fyrir marga af ýmsum ástæðum. Sumt fólk hefur kannski ofnæmi eða óþol. Sumpart getur vandinn stafað af viðbótarefnum, svo sem salti og saltpétri, geymslu- og litarefnum. Eða af einhverju öðru, hvað veit ég. Neytendur fá ekkert að vita um slíkt. Ekkert standur á umbúðunum, sem að gagni getur komið. Matvælastofnun sér um, að merkingar séu lélegar og eftirlit ekkert. Pólitísk fífl vilja það ekki heldur, tala niður eftirlit af öllu tagi. Kalla það eftirlitsiðnað. Eftirlitsstofnanir eru fjársveltar til að magna þekkingarskort fólks. Er ekki hægt að stemma stigu við því rugli?