Hinum ríkustu hossað

Punktar

Skuldaleiðréttingin átti að vera ranglát og var það. Hún átti að bæta ríkum það upp, sem þeir fengu ekki í skuldaleiðréttingum fyrri ríkisstjórnar. Sú, sem nú situr, fór ekkert dult með, að sanngjarnara væri, að allir fengju jafnt. Ríkir fengu því núna mest að og þeir allra ríkustu allra mest. Við búum við stjórn silfurskeiðunga í þágu silfurskeiðunga. Réttlæti er ekki miðlægt hugtak hjá flokkum ríkisstjórnarinnar eða kjósendum þeirra. Vel stætt fólk er sátt við stjórnina og vill sem minnsta tekjujöfnun í þjóðfélaginu. Um þetta atriði snýst pólitíkin. Í tvö ár hefur hinum ríkustu verið hossað og sparkað í þá fátækustu.