Hlöðufell

Hringleið um Hlöðufell og Þórólfsfell.

Austari hlutinn er greiðfærari en vestari hlutinn.

Hlöðufell er brattur og formfastur móbergsstapi með Herðubreiðarlagi, 1190 metra hár. Fjallið er helzt kleift hjá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum suðvestan undir fjallinu. Hamrabelti er umhverfis háfjallið og hærri tappi þar fyrir ofan.

Byrjum á línuvegi norðan Skjaldbreiðar við fjallaskálann norðaustan Þórólfsfells. Förum réttsælis umhverfis Þórólfsfell og Hlöðufell. Fyrst austan með fjöllunum og suður fyrir þau á Hlöðuvelli. Síðan förum við með vestanverðum fjöllunum á línuveginn norðvestan Þórólfsfells.

18,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Skessubásavegur, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Helludalur, Hellisskarð, Farið, Skjaldbreiður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort