Honum er tjáð

Punktar

Samfélagið hefur verið á kafi í fréttum af deilu flugumferðarstjóra og nýstofnaðs hlutafélags hins opinbera, Flugstoða. Sturla Böðvarsson virðist ekki fylgjast með fréttum eða áliti á fréttum, því að hann orðar meðvitund sína um málið svona: “Mér er tjáð, að þeir setji fram skyndilega mjög háar launakröfur.” Ég sé fyrir mér, að ráðherrann sé sambandslaus að ráfa um í ljóslausu ráðuneyti, þar sem hann rekist stundum utan í embættismenn, sem tjá honum, hvað sé að gerast fyrir utan veggina. Varla er hægt að kalla þetta fílabeinsturn, en dauft er samband ráðherrans við umheiminn.