Hrósað of hratt

Punktar

Þótt Economist og Time hafði tekið út bloggheiminn og lýst hann frábæran, hef ég lesið allt annað út úr dæmum þeirra. Vefir eins og YouTube og Digg eru bara væntingar um óljósa framtíð. Í rauninni eru þeir slappir vefir í dag. Kostur þeirra er samtalið, þar sem fréttir og skoðanir flæða fram eftir degi, meðan dagblöð koma yfirleitt bara út á vefnum einu sinni á dag eins og á prenti. En blaðafréttirnar eru bitastæðari, þótt fróðlegt sé að horfa á hrækingar eða hlusta á lög prumpuð í lúkum. Economist og Time komu of hratt með hrósið.