Bandaríkin nutu þrjátíu ára sigurgöngu gegnum tvær heimsstyrjaldir, þegar þau gerðust heimsins eina heimsveldi. Síðan lágu þau fimmtán ár á lárviðarsveigum. Megnuðu aðeins jafntefli við geðsjúklingana í Norður-Kóreu. Var upphafið að endalokunum, sem hafa verið sýnileg í hálfa öld. Birtust fyrst í ósigrinum í Víetnam og síðan í ósigrum víða um heim. Latneska Ameríka gerðist þeim mótdræg eftir byltingu Kissinger í Chile. Stríð töpuðust í Miðausturlöndum gegn Íran, Afganistan og Írak. Stríðið fyrir grænu vori múslima tapaðist líka, verst í Sýrlandi. Þar veit enginn lengur, hver styður hvern til hvers, hvað snýr upp eða niður.