Ýmis mál eru flókin og hafa fleiri en eina hlið. Svo sem Evrópusambandið og flóttafólk. Margir fjalla um slík mál frá einni hlið, sjá bara hvítt eða svart. Félagslegur rétttrúnaður stjórnar mörgum. Sjá eingöngu hvítar hliðar á komu flóttafólks. Aðrir stjórnast af ótta við breytingar að hætti rasisma. Sjá eingöngu svartar hliðar á komu flóttafólks. Þeir, sem fara bil beggja, eru þá ýmist sakaðir um félagslegan rétttrúnað eða rasisma. Fólk þarf að hafa gott sjálfstraust til að halda opinberlega samhliða fram hvítum og svörtum hliðum á komu flóttamanna. Við þurfum þó stundum mest á slíkum sjónarmiðum að halda.