Illgresi í flokkaflóru

Punktar

Íslenzka þjóðfylkingin er illgresi í flóru stjórnmálaflokka. Með þjóðrembu og stöðvun fjölmenningarstefnu á dagskrá. Minnir á flokka víða í Evrópu, er sækja út á hægri jaðarinn. Tekur fylgi einkum af Framsókn, en lítið af óánægju-fylgi, sem fær útrás á miðjunni, til dæmis hjá pírötum. Hér vantar mistökin, sem hafa magnað hægri þjóðrembu erlendis. Svo sem ýkt fjölmenning, moskuskólar og þöggun lögreglu og fjölmiðla um vanda við aðlögun múslima. Óþarft er að banna moskur, bara gera ljóst, að hér er veraldlegt samfélag með önnur gildi en í heimalöndum flóttamanna. Þau gildi verða varin með kjafti og klóm án aðstoðar þjóðrembinga.