Illuga Gunnarssyni hefur slátrað fullorðinsfræðslunni, stolti skólakerfisins. Nemendum 25 ára og eldri fækkaði um 742 milli áranna 2014 og 2015. Þess vegna var Illuga illa við hana. Allt, sem gengur bærilega hjá ríkinu, er á dauðalista öfgagræðginnar. Vildi líka slátra tónmennt, en tókst ekki alveg. Ræðst ítrekað á Ríkisútvarpið, sem honum þykir ekki nógu hallt undir bófana. Illugi hatar alla ljósa punkta í ríkisrekstrinum. Þess á milli útvegar hann húsbónda sínum, Orku Energy, forgang fram fyrir önnur íslenzk fyrirtæki í orkudílum við Kína. Illugi er stórslys, fanatískt dæmi um rússneska pilsfaldastefnu bófaflokksins.