Illur öxull ógnar öryggi

Punktar

Ríkisstjórn Sharons í Ísrael lætur her sinn fara hamförum í Palestínu á þessum drottins degi (sjá BBC) sem öðrum. Í þessum illvirkjum sem öðrum er hún eindregið studd af ríkisstjórn Bush í Bandaríkjunum, sem hótar sjálf að ráðast á ríki, ef þau láta ekki að vilja hans. Stuðningurinn við Ísrael er hornsteinn ofbeldishneigðrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna og gerir samband þessara hryðjuverkaríkja að hinum eina sanna illa öxli í heiminum. Samanlögð hætta af völdum Íraks, Írans og Norður-Kóreu bliknar í samanburði við hættuna, sem öryggi Vesturlanda stafar af öxli Ísraels og Bandaríkjanna.