Innlimun í Noreg

Punktar

Pólitísk samtök Gunnars Smára um innlimun í Noreg fengu fljúgandi start. Þótt þau séu það eina gáfulega í pólitík um áratugi. Menn hafa hingað til gengið fyrir þvættingi um dýrð bófa, er ræna okkur og rupla. Maður býst því ekki við neinu vitrænu af hálfu kjósenda. Þeir hafa nú fengið síðasta tækifærið til að bæta fyrir heimsku fyrri tíma. Annars munu kynslóðirnarnar smám saman greiða atkvæði með fótunum. Hér væru norsk lífskjör, ef við færum vel með auðlindir og afrakstur þeirra. Fólk er loksins að fatta, að rangt er gefið í spilunum, allir ásar lenda hjá greifunum. Að hér er bara frumstætt bananalýðveldi bófa.