Ísland rýrir velferð

Punktar

Óstjórn bófanna hefur notað fjölþjóðatölur frá 2013 til að monta sig af góðum verkum ríkisstjórnar Jóhönnu. Komnar eru tölur frá The Social Progress Index um þróun velferðar. Þar hefur Ísland lækkað um sex sæti 2015, niður í það sextánda. Orðið lægst norðurlanda. Þetta index er merkara en önnur, því það mælir önnur atriði en hina rangnefndu landsframleiðslu. 53 mælitæki meta heilsuþjónustu, menntun, umburðarlyndi og framafæri. Förum til dæmis illa út úr mælingu á rýrari þátttöku í framhaldsskólum, lakara framboði á ódýru húsnæði, skorti á trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Pilsfaldakapítalismi fer hér hins vegar með himinskautum.

(The Social Progress Index)